Erlent

20 manns verða líflátnir á næstu vikum í Íran

Tuttugu manns verða hengdir í Íran fyrir ýmsa glæpi á næstunni. Eftir herferð í landinu í sumar gegn siðferðisglæpum, hefur lögreglan handtekið tugi fíkniefnaneytenda, smyglara og aðra glæpamenn. „Þeir tuttugu sem verða hengdir voru handteknir fyrir nauðganir, hjúskaparbrot og fleira." Þetta segir talsmaður dómarastéttar í landinu.

Í maí síðastliðnum gagnrýndi Evrópubandalagið notkun dauðarefsingarinnar í Tehran, höfuðborg Íran. Amnesty samtökin hafa mótmælt í Íran vegna fjölda aftakna, en í fyrra voru 177 teknir af lífi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×