Erlent

Málverkum að verðmæti milljóna dala stolið í Moskvu

Málverk eftir Seurat
Málverk eftir Seurat

Þjófar í Moskvu stálu 13 málverkum, sem metin eru á margar milljónir dala. Rússneskur ellilífeyrisþegi hafði geymt verkin í óvarinni, tómri íbúð sem að hann á. Kamo Manukyan, fyrrverandi dómari, átti verkin. Þau eru eftir fræga listamenn á borð við Georges-Pierre Seurat, Ivan Aivazovsky og Alexej Jawlenski.

„Þetta er martröð. Þetta eru ómetanleg verk, fólk gerir sér ekki grein fyrir verðmætum verkana. Þau eru milljóna dala virði," sagði Sofia Chernyak, talsmaður listasafns í Moskvu. „Þessir listamenn eru vel þekktir, eitt verk eftir Seurat kostar yfir 500 þúsund dali."

Lögreglan segist ekki skilja af hverju Manukyan var ekki með þjófavörn í íbúðinni sinni í Moskvu þar sem það kostar aðeins tæplega átta dali á mánuði, og Manukyan ætti að hafa efni á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×