Erlent

Læknir leiddur fyrir dómara

Guðjón Helgason skrifar

Íraski læknirinn Bilal Abdullah var í morgun leiddur fyrir dómara í Lundúnum og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárás á Glasgow-flugvelli fyrir viku. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræði í Lundúnum degi áður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. júlí.

Bilal Abdullah er annar mannanna sem var í jeppabifreið sem ekið var logandi á flugstöðvarbyggingu í Glasgow. Sá sem var talið er að hafi eki bifreiðinni liggur enn þung haldinn á sjúkrahúsi en hann brenndist illa í árásinni.

Bilal Abdullah er sá fyrsti sem er kærður vegna málanna og gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm verði hann sakfelldur. Sex til viðbótar eru í haldi lögreglu í Lundúnum og einn í Ástralíu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×