Erlent

Tvær til þrjár milljónir HIV/AIDS smitaðir í Indlandi

Á bilinu 2 til 3,1 milljón manna í Indlandi eru með HIV/AIDS samkvæmt nýrri rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Indlandi stóðu að. Áður var talið að allt að tvisvar sinnum fleiri væru smitaðir í Indlandi og hefði það því verið fjölmennasti hópur smitaðra í einu landi.

Nýja rannsóknin sýnir hins vegar að fjöldi smitaðra er minni en í Suður-Afríku en þar er talið að 5,3 milljónir manna séu smitaðir. Að rannsókninni komu ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og USAID, Hjálpar- og þróunarstofnun Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×