Erlent

Konur tala ekki meira en karlar

Vísindamenn hafa afsannað þá goðsögn að konur tali meira en karlar. Þeir settu hljóðnema á 400 háskólanema í Bandaríkjunum og fylgdust með þeim í ákveðinn tíma. Í ljós kom að á meðaltali sagði hver kona rúmlega 16.200 orð á dag en karlmenn tæplega 15.700. Þeir karlmenn sem mest töluðu fóru upp í 45 þúsund orð en sumir sögðu rétt 500 orð á dag.

Vísindamennirnir sögðu að munurinn á því hversu mikið fólk talaði færi ekki eftir kyni, heldur eftir því hvernig persónuleiki þess væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×