Erlent

Stjórnvöld í Brasilíu semja um alnæmislyf

Stjórnvöld í Brasilíu hafa tekið tilboði lyfjarisans Abbott um ódýr alnæmislyf. Samningurinn sparar ríkinu um 10 milljónir dollara ár hvert. Í  maí síðastliðnum afnámu þau einkaleyfi á ýmsum alnæmislyfjum og flytja nú inn mun ódýrari samheitalyf.

Alnæmislyfjum í Brasilíu er dreift ókeypis til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra Brasilíu fagnaði samningnum og sagði hann skínandi dæmi fyrir önnur lönd að fara eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×