Erlent

Brown vill aukið eftirlit með nýráðningum lækna

Brown í fyrirspurnartímanum í dag
Brown í fyrirspurnartímanum í dag MYND/AP

Gordon Brown lofaði í fyrsta fyrirspurnartíma sínum í þinginu í dag að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í ljósi sprengjutilræðanna sem urðu einungis tveimur dögum eftir að hann tók við embætti.

Brown vill meðal annars að bakgrunur þeirra lækna sem ráðnir eru inn á heilbrigðisstofnanir sé sérstaklega skoðaður og segir það lið í því að auka eftirlit með mögulegum hryðjuverkamönnum.

Brown hefur beðið Lord (Alan) West hinn nýja ráðherra hryðjuverkamála að gera ráðstafanir varðandi eftirlit með nýráðningum lækna af erlendum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×