Erlent

Putin og Bush ræða saman

Vladimir Putin, forseti Rússlands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, halda í dag óformlegar viðræður í ættarbústað Bush í Maine í Bandaríkjunum. Putin mun eyða tveimur dögum í félagsskap Bush.

Tækifærið ætla þeir að nota til þess að reyna að binda endi á deilur um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu, sjálfstæði Kosovo og refsiaðgerðir gegn Íran.

Báðir leiðtogarnir eru jafnframt að láta af störfum á næsta ári. Fréttaskýrendur telja að  hvorugur þeirra vilji láta minnast sín sem mannsins sem hóf Kalda stríðið að nýju en samskipti ríkjanna tveggja hafa ekki verið jafn strembin síðan Kalda stríðinu lauk.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×