Óttast árás Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 18:30 Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen. Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen.
Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira