Erlent

Samkynhneigðir sniðganga hótel

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Hópur sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra í Taílandi hefur nú ákveðið að sniðganga Evrópsku hótelkeðjuna Novotel. Þetta gerist í kjölfar þess að dyraverðir á einum staðnum vildu ekki hleypa klæðskiptingi þar inn.

„Ef að þeir hafa þá stefnu að hleypa okkur ekki inn, þá segjum við okkur fólki að fara annað að skemmta sér," sagði klæðskiptingurinn og leiðtogi hópsins, Suttirat Simsiriwong. Hún tók það fram að þegar dyraverðirnir sáu að hún var kona hentu þeir henni beint út, en hún var klædd eins og karlmaður.

Í Taílandi eru samkynhneigðir mjög áberandi og þar er mikið um skemmtanir fyrir samkynhneigða. En aðgerðarsinnar segja þó að enn séu reglur í gildi þar í landi sem að mismuna þeim sem ekki laðast að gagnstæðu kyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×