Erlent

Verkfalli verður frestað

Búist er við því að verkfalli hundruð þúsunda opinberra starfsmanna í Suður-Afríku verði frestað í dag eftir góðar viðræður við stjórnvöld í gærkvöldi og nótt. Verkfallið hefur staðið í fjórar vikur og hefur lamað opinbera starfsemi í landinu.

Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á herlækna, skólar hafa lokað og samgöngur hafa versnað mikið. Upphaflega vildu stéttarfélögin 12 prósenta hækkun en virðast nú þurfa að sætta sig við um átta prósenta hækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×