Erlent

Fuglaflensa í Þýskalandi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Þjóðverjar fundu þrjá sýkta svani í Leipzig í gær, og um helgina fundust sex tilfelli í fuglum í Nürnberg. Þetta er fyrstu tilfellin sem að fuglaflensan finnst í Þýskalandi á þessu ári.

„Það kemur okkur á óvart að fuglaflensan skuli birtast aftur í Þýskalandi eftir allan þennan tíma," sagði Horst Seehofer, landbúnaðarráðherra Þýskalands. „Þýskaland verður að finna uppsprettu hinnar banvænu H5N1 fuglaflensu sem hefur verið áberandi í landinu síðustu daga."

Þrátt fyrir þetta hafa yfirvöld í Þýskalandi ekki hækkað aðvörunarstig vegna flensunar. Yfirvöld segjast vera að athuga hvort einhver tengsl sé á milli fuglanna í Þýskalandi og fuglanna sem voru greindir í Ungverjalandi og Tékklandi í síðustu viku.

Samtals hefur H5N1 veiran orðið nærri 200 manns að bana af 300 tilfellum sem vitað er um í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×