Erlent

Niðurstaða áfrýjunar birt í dag

Jónas Haraldsson skrifar
Á myndinni sést forseti perúsku íþróttastofnunarinnar mótmæla úrskurði FIFA við rústirnar í Machu Picchu þann 1. júní síðastliðinn.
Á myndinni sést forseti perúsku íþróttastofnunarinnar mótmæla úrskurði FIFA við rústirnar í Machu Picchu þann 1. júní síðastliðinn. MYND/AFP

Suður-Ameríkulönd komast að því í dag hvort að FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, snúi við úrskurði sínum um að banna fótboltaleiki sem fara fram ofar en 2.500 metra yfir sjávarmáli. Suður-ameríska knattspyrnusambandið áfrýjaði banninu þar sem þau sögðu það ósanngjarnt og ónauðsynlegt.

Bólivía, Kólumbía og Ekvador geta samkvæmt því ekki leikið knattspyrnuleiki í höfuðborgum sínum og ákveðnir leikvangar í Perú, Chile og Mexíkó verða einnig bannaðir. FIFA setti bannið á vegna læknifræðilegra ástæðna og sagði að háfjallaloftið veitti þeim sem þar búa ósanngjarnt forskot á aðra.

Læknar frá Andesfjöllunum segja hins vegar engin vandkvæði bundin málinu, að því gefnu að leikmenn fái tíma til þess að aðlagast loftslaginu. Þeir benda einnig á að fótboltaleikir sem spilaðir eru í miklum hita og raka geti valdið ýmsum kvillum en FIFA hefur ekkert gert í því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×