Erlent

CIA ætlaði að ráða Kastró af dögum

MYND/AFP

CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, létti í gær leynd af gömlum leyniskjölum stofnunarinnar. Í þeim kom meðal annars fram að á sjöunda áratugnum hefði hún unnið með frægum mafíósum í þeim tilgangi að ráða Fídel Kastró, forseta Kúbu, af dögum.

Þeir reyndu síðan að eitra fyrir Kastró en allt kom fyrir ekki. Skjölin ná yfir 25 ár í sögu stofnunarinnar og afhjúpun þeirra er liður í því að gera hana gegnsærri. Nýjustu skjölin ná þó ekki lengra fram en á miðjan áttunda áratuginn.

Mafíósunum var ekki sagt frá því að það væri bandaríska leyniþjónustan sem væri á bak við ódæðið. Þeir voru látnir halda að það væru ýmsir viðskiptahagsmunir spilavíta í Las Vegas sem að leiddu til þess að Kastró þyrfti að hverfa af sjónarsviðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×