Erlent

340 manns látist vegna flóða í Suður-Asíu

Hundruð hafa látið lífið í flóðum sem gengið hafa yfir Suður-Asíu undanfarna daga. Fleiri en 200 hafa látið lífið í stærstu borg Pakistan, Karachi, en hún er rafmagns- og vatnslaus vegna flóðanna. Þá hafa rúmlega 140 látið lífið vegna flóðanna í Indlandi.

Stjórnvöld hafa beðið herinn að aðstoða við að koma almenningi frá hættusvæðum. Búist er við enn verra veðri á næstunni en spár benda til hvirfilbyls og sterkra vinda á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×