Erlent

Charles Taylor mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól í Haag í dag. Hann segir ástæðuna vera að hann vantar fjármagn til að ráða hæft lögræðingateymi. Réttarhöldunum hefur verið seinkað þar til í næstu viku.

Taylor er sakaður um að hvetja til manndráps, nauðgun og limlestingar í borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne. Hann hefur hefur rekið lögfræðing sinn og hyggst verja sig sjálfur.

Dómarinn Julia Sebutine lýsti yfir óánægju sinni þegar Taylor mætti ekki fyrir réttinn, „ákærði hefur ekki rétt til að mæta fyrir rétt þegar honum dettur í hug," sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×