Erlent

61% Breta hafa brotið af sér

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Keele háskólanum í Bretlandi hafa 61% Breta brotið lög. Brotin voru margskonar, og misgróf. Af þeim sem sögðust hafa framið glæp höfðu 62% brotið af sé oftar en þrisvar sinnum og 10% viðurkenndu að hafa brotið oftar en níu sinnum af sér.

Könnunin náði yfir 1800 manns á aldrinum 25-65 ára. „Hvorki græðgi né þörf getur útskýrt af hverju virðulegir borgarar brjóta lögin með því að svindla á tryggingum og á annan hátt - og hika svo ekki við að monta sig af því á barnum við vini sína," stendur í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×