Erlent

Verkfallsaðgerðir verða hertar

Lögreglumaður sést hér ræða við fólk sem er í verkfalli.
Lögreglumaður sést hér ræða við fólk sem er í verkfalli. MYND/AFP

Stéttarfélög í Nígeríu hétu því í morgun að herða verkfallsaðgerðir sínar en almennt verkfall vegna hækkandi verðs á bensíni hefur staðið yfir í landinu í þrjá daga. Verkfallið hefur lamað nær alla starfsemi í landinu nema framleiðslu og útflutning á olíu.

Stjórnvöld héldu fund með fulltrúum stéttarfélaga í gærkvöldi en ekkert kom úr þeim viðræðum. Þar sögðust þau ekki lengur líða vegatálma og ógnanir fulltrúa stéttarfélaga. Útlit er því fyrir harðari deilur í þessu fjölmennasta ríki Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×