Erlent

Frakkar lofa Abbas aðstoð

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir að Frakkar muni aðstoða palestínsku ríkistjórnina með beinni fjárhagslegri aðstoð. Kouchner talaði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í vikunni og upplýsti hann um áætlanir Frakka. Ekki er vitað hversu mikilli upphæð Frakkar ætla að verja í aðstoðina.

Evrópusambandið segist ætla að hjálpa Abbas að ná tökum á ástandinu, en íslömsku samtökin Hamas náðu völdum í Gaza í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×