Erlent

Utanríkisráðherra Kína í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu

Utanríkisráðherra Kína tilkynnti í morgun að hann muni fara í opinbera í heimsókn til Norður-Kóreu í byrjun júlí. Heimsókn hans fylgir í kjölfar heimsóknar Christopher Hill, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Norður-Kóreu í dag.

Ekkert hefur verið gefið upp um hvað verður rætt en líklegt þykir að afvopnunarferlið verði efst á baugi. Kínverjar hafa tekið þátt í því að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að gefa frá sér kjarnavopn til þess að vernda valdajafnvægið sem ríkir í Austurlöndum fjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×