Erlent

Hill til Norður-Kóreu í dag

Christopher Hill.
Christopher Hill. MYND/AFP

Christopher Hill, aðalsamingamaður Bandaríkjanna í kjarnorkudeilu þeirra við Norður-Kóreu, kemur til Norður-Kóreu í dag til viðræðna við þarlenda valdhafa. Tilgangur ferðar hans er að flýta fyrir afvopnunarferlinu en það hefur verið í biðstöðu síðan í janúar á þessu ári.

Ekki hefur svo hátt settur Bandaríkjamaður farið til Norður-Kóreu undanfarin fimm ár. Heimsóknin er líka talin merki um að viðhorf Bandaríkjanna til Norður-Kóreu og deilunnar sé að batna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×