Erlent

Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi

Aron Örn Þórarinsson skrifar

James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum.

Kopp hefur nú verið dæmdur fyrir að brjóta á rétti fólks til að fara í fóstureyðingar, með því að drepa læknirinn, sem sérhæfði sig í fóstureyðingum. Hann var einnig dæmdur fyrir að nota skotvopn til að beita ofbeldi.

Kopp sýndi enga iðrun þegar hann var dæmdur. Hann sagði þó að hann hefði aldrei ætlað að drepa Slepian, hann ætlaði bara að særa hann. Hann var einnig dæmdur til að borga fjölskyldu Slepian 2,6 milljónir dala. Kopp hefur verið handtekinn yfir 100 sinnum fyrir mótmæli sín gegn fóstureyðingum.

Ekkja Slepian las upp yfirlýsingu fyrir eigin hönd og fjögurra sona hennar eftir dóminn. „Ég vil að herra Kopp fari í fangelsi vitandi það að hann myrti dásamlegan mann, góðan og samúðarfullan bróðir, faðir, eiginmann og vin. Þetta var maðurinn sem ég ætlaði að eyða ævinni með."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×