Erlent

Erdogan tilbúinn að heimila hernaðaraðgerðir í Írak

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í viðtali í morgun að stjórn hans myndi samþykkja hernaðaraðgerðir í norðurhluta Írak til þess að berjast gegn kúrdískum uppreisnarmönnum ef það teldist nauðsynlegt. Hann sagði það nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir frekari árásir frá PKK uppreisnarmönnum Kúrda sem hafa aðsetur í norðurhluta Íraks.

Tyrkir hafa lagt mikla áherslu á að stjórnvöld í Írak og Bandaríkjunum efni loforð sín um að berjast gegn PPK en Erdogan segist hafa sínar efasemdir um það. Engu að síður segist hann vonast eftir því besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×