Erlent

Bloomberg verður óháður

Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, hefur sagt sig úr repúblikanaflokknum og segist nú vera óháður. Tilkynning þess efnis barst frá skrifstou hans í gærkvöldi. Marga grunar að með þessu sé hann að undirbúa framboð í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Hann neitar því þó.

Bloomberg er einn af ríkustu Bandaríkjamönnum og gæti því hæglega fjármagnað sína eigin kosningabaráttu. Hann sagði jafnframt ástæðu sína fyrir því að ganga úr repúblikanaflokknum þá að flokkspólitík skemmdi oft fyrir þegar þyrfti að taka mikilvægar ákvarðanir.

Bloomberg stofnaði fjármála- og gagnafyrirtækið Bloomberg LP. Það sér fjölmörgum stofnunum fyrir hvers kyns upplýsingum og er grunnurinn að ríkidæmi hans. Hann var demókrati í lengri tíma en skipti um flokk árið 2001 þegar hann bauð sig fram til borgarstjóra New York borgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×