Erlent

Salman Rushdie hlýtur riddaratign drottningar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Salman Rushdie hefur ekki forðast opinberar deilur frá því dauða
Salman Rushdie hefur ekki forðast opinberar deilur frá því dauða
Salman Rushdie sem fór í felur árið 1989 eftir útgáfu bókar sinnar “Söngvar Satans” hefur hlotið riddaratign Elísabetar drottningar. Innihald bókarinnar móðgaði múslima um allan heim og hann var dæmdur til dauða af múslímadómstól í Íran. Eftir að Rushdie koom úr felum árið 1999 hefur hann þó ekki forðast deilur. Hann studdi meðal annars umræðu gegn því að múslimakonur gengju með andlitsblæjur og hefur varað við alræðisstefnu islamista. Salman Rushdie er fæddur á Indlandi en hefur búið í Bretlandi. Hann er sextugur að aldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×