Erlent

Fyrrverandi meðlimur KKK fundin sekur um aðild að morðum

Fyrrum meðlimur Ku Klux Klan hefur verið dæmdur fyrir mannrán og aðild að morðum sem framin voru árið 1964. Þá var tveimur svörtum unglingum rænt, þeir lamdir og síðan drekkt. James Seale, sem nú er 71 árs, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hann var fyrst handtekinn strax eftir glæpina en var fljótlega sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum voru tugir svertingja drepnir af hvítu fólki sem vildi halda aðskilnaði kynþáttanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×