Erlent

FBI býður hjálp fyrir Ólympíuleikana í Peking

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Alríkislögregla Bandaríkjana, FBI, hefur boðið Kínverjum hjálp við öryggismál í kringum Ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári. Búist er við hundruðum þúsunda manna sem ferðast til Kína til að fylgjast með leikunum.

Thomas Fuentes hjá FBI segir að öryggismálin séu mikil áskorun, og hyggjast þeir hjálpa Kínverjum með ýmsum upplýsingum og veita þeim tæknilega hjálp. "Það skiptir miklu máli að fylgjast með hverjir ætla að ferðast til Kína, vita bakgrunn þeirra og hvort að þeir hafi einhvern ásetning um að beita ofbeldi á leikunum," sagði Fuentes.

Eithvað hefur verið um hryðjuverk í Kína. Í janúar tilkynntu yfirvöld að þeir hefðu fellt 18 meinta hryðjuverkamenn og handsamað 17 aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×