Miguel Cotto varði í nótt WBA titil sinn í millivigt hnefaleika þegar hann rotaði andstæðing sinn Zab Judah í 11. lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Judah náði sér aldrei á strik eftir að hafa fengið skurð snemma í bardaganum. Cotto náði honum niður á hné í níundu lotu og kláraði dæmið með góðum vinstri krók í þeirri elleftu. Bardaginn var stöðvaður skömmu síðar.
Cotto er nú búinn að vinna 30 sigra á ferlinum, 25 þeirra með rothöggi og hefur enn ekki tapað. Judah tapaði sínum 5. bardaga af 39 á ferlinum, en má nú mun sinn fífil fegurri eftir nokkur töp í röð.