Groundhog Day í Detroit 25. maí 2007 09:56 LeBron reynir hér síðasta skot Cleveland í leiknum. MYND/AFP Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira