Groundhog Day í Detroit 25. maí 2007 09:56 LeBron reynir hér síðasta skot Cleveland í leiknum. MYND/AFP Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira