Deilt um auglýsingar á kjörstað 12. maí 2007 19:56 Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó. Kosningar 2007 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó.
Kosningar 2007 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira