Fimm sekúndna valdatími 11. maí 2007 18:47 Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2007 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995)
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar