Fimm sekúndna valdatími 11. maí 2007 18:47 Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2007 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995)
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar