Innlent

Novator selur hlut sinn í BTC

MYND/Teitur

Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í búlgarska símafélaginu BTC. Straumur, Burðarás og Síminn, sem þá var ríkisfyrirtæki, tóku þátt í upphaflegu kaupunum en síðan hefur Novator stóraukið hlut sinn. Söluandvirði BTC nemur 160 milljörðum íslenskra króna og hefur fjárfesting íslensku fjárfestanna, sem tóku þátt í kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári, fimmfaldast.

Hagnaður Novators af sölunni nemur 55 til 60 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá félaginu, en annarra íslenskra fjárfesta um sex milljörðum.

Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Það hefur þegar tryggt sér 90% í félaginu en stefnir að kaupum á því öllu og ætlar sér að skrá það úr Kauphöllinni í Sófíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×