Innlent

Amtsbókasafnið á Akureyri 180 ára

Amtsbókasafnið á Akureyri er 180 ára á morgun. Í tilefni þess verður boðið upp á ýmislegt góðgæti, útlán verða frí auk þess sem morgundagurinn verður sektarlaus dagur.

Amtbókasafnið var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni amtmanni á Möðruvöllum. Hann fékk dyggan stuðning frá ýmsum aðilum bæði hérlendis og í Danmörku.

Enn í dag er Amtsbókasafnið ein mikilvægasta og virtasta menningarstofnun á Akureyri, segir í fréttatilkynningu frá safninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×