Innlent

Meirihluti vill hertar reglur um útlendinga

Meira en helmingur landsmanna vill hertar reglur um útlendinga á Íslandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði og birtist í Morgunblaðinu í dag. Flestir kjósendur Framsóknarflokks vilja hertar reglur, eða yfir 70 prósent. Þá vilja 58 prósent Sjálfstæðismanna og 56% Vinstri grænna herta löggjöf.

Minnst er fylgið í röðum Samfylkingarinnar, þar vilja þó um 42 prósent herta útlendingalöggjöf. Aðrir flokkar eru ekki tilgreindir í könnuninni. Mestur er stuðningur við herta löggjöf í Norðvestur-kjördæmi en minnstur í Norðaustur-kjördæmi. Könnunin var gerð 3. til 9. apríl, 940 voru spurðir og svarhlutfall var 62 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×