Innlent

Vélstjóri slökkti eld í skipi

Vélstjórinn á kúffiskveiðiskipinu Fossá frá Þórshöfn réð niðurlögum elds í skipinu í gærkvöldi þar sem það var á leið til hafnar. Hann var síðan fluttur á heilsugæsluna á Þórshöfn til aðhlynningar vegna gruns um reykeitrun.

Eldurinn kom upp þegar skipið var að koma til hafnar með fullfermi. Á vefnum bakkafjordur.is kemur fram að eldurinn hafi blossað upp þegar glussaslanga gaf sig og glussi spýttist yfir heita aðalvél skipsins.

Vélstjórinn á Fossá var snar í snúningum og náði að slökkva eldinn. Skemmdir urðu óverulegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×