Innlent

Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki

Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar útilokar ekki að Íslandshreyfingin starfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Frjálslyndum í ríkisstjórn. Hann segir að fyrsti kosturinn sé þó að sjálfsögðu þeir flokkar sem vilji skrúfa fyrir stóriðjuvæðinguna en ýmislegt væri unnið með því að koma í veg fyrir hreina stóriðjustjórn. Þetta kemur fram í þætti fréttastofunnar, Nærmynd af formanni sem er á dagskrá strax að loknum fréttum í kvöld.

Þátturinn Nærmynd, hér eftir fréttir, sem annar í röðinni af sex um stjórnmálaforingjana sem berjast um völdin fyrir kosningarnar í vor, fjallar að þessu sinni um Ómar Ragnarson er nýkominn á vettvang stjórnmálanna þótt hann sé þjóðinni að góðu kunnur í ýmsum öðrum hlutverkum. Fjallað er um aðdraganda þess að Ómar fór í stjórnmálin og rætt við hann sjálfan og aðra um erindi hans í landsmálin. Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins útilokaði í síðasta þætti að Framsóknarflokkurinn myndi sitja í ríkisstjórn með flokkum sem vilji skrúfa fyrir stóriðju. Ómar Ragnarsson segir hinsvegar í þættinum í kvöld að hann útiloki ekki samstarf við stóriðjuflokkanna.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 19.10. Umsjónarmaður er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir en stjórn upptöku annaðist Ólafur Þór Chelbat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×