Erlent

Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku

Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum.
Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum. MYND/AFP

Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmarka útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag.

„Ef þeir halda áfram að beita okkur þrýstingi vegna kjarnorkuáætlunarinnar verðum við að fara að ráðum þingsins og endurskoða aðild okkar að samningnum." sagði Larijani við fréttamenn. Aðspurður hvort að Íranar hefðu sett skilvindurnar í gang og sprautað úrangasi í þær, svaraði hann því játandi. Hann vildi þó ekki segja hversu margar skilvindur væru nú virkar.


Tengdar fréttir

Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×