Innlent

Gott skíðafæri víða um land

Á skíðum fólk skemmtir sér.
Á skíðum fólk skemmtir sér. MYND/Vísir

Enn er mjög gott skíðafæri í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar að sögn staðarhaldara og verða allar lyftur opnar þar í dag til klukkan sautján síðdegis. Logn er í Hlíðarfjalli, skýjað og hiti við frostmark. Aðstæður til skíða- og brettaiðkunar hafa verið mjög góðar víða um land um páskana, svo sem á Dalvík, í Tindastóli, á Siglufirði og á Ísafirði. Einna síst hefur ástandið verið suðvestanlands eins og gjarnan áður í vetur.

Þó verða valdar brautir opnar í Bláfjöllum í dag í svokölluðu unnu harðfenni en skíðamenn eru beðnir að fara með gát á svæðinu. Enda þótt vorið nálgist og aðeins tíu dagar séu fram að sumardeginum fyrsta hugsa skíðamenn stórt þessa dagana; á fimmtudaginn hefst Skíðalandsmót Íslands í Hlíðarfjalli og helgina á eftir hefjast árlegir Andrésar Andarleikar á sama stað með þátttöku hundrup barna alls staðar að af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×