Innlent

Frambjóðendur börðust í brekkunum

Hlíðarfjalli í gær.
Hlíðarfjalli í gær.

Það var margt um manninn í Hlíðarfjalli í gær í góðu veðri. Þá fór einnigfram skíðakeppni frambjóðenda til alþingiskosningana í vor. Meðal keppandavoru fulltrúar Framskóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar.

Leikar fóru þannig að Kristján Möller sigraði eftir harða baráttu við nafna sinn Kristján Þór Júlíusson. Baráttuverðlaunin hlaut Jakob Frímann Magnússon í frumraun sinni í skíðakeppni. Allir frambjóðendurnir sýndu sínar bestu hliðar í brekkunum, enda er Norðausturkjördæmi annálað skíðakjördæmi með flest bestu skíðasvæði á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×