Innlent

Skíði og messur

Það er opið í dag frá kl. 9-17 í Hlíðarfjalli. Allar lyftur verða opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Það snjóaði 10 cm. jafnföllnum snjó í nótt er því skíðfærið með besta móti. Skíðstaðatrimm Flugfélags Íslands hefst kl. 14 við gönguhúsið í Hlíðarfjalli.

Skagfirðingar geta þotið upp og niður Tindastól, í bongóblíðu. Þar er opið til kl. fimm og páskamessa í hádeginu.

Á Siglufirði er opið til klukkan fimm. Þar eru allar lyftur opnar og þar er logn og smá þokusúld. Börn geta fengið andlit sín máluð klukkan eitt og klukkan 2 verður páskaglaðningur fyrir 12 ára og yngri.

Í Bláfjöllum er lokað að venju. Ef einhver verður heit-vondur yfir því getur hann alveg skotist uppeftir og kælt sig niður með smá sundspretti, því lyfturnar eru umflotnar vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×