Ótti, ekki skeytingarleysi 5. apríl 2007 18:45 Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir. Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir.
Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira