Innlent

Forma fagnar yfirlýsingu landlæknis

Forma hélt tónleika um daginn þar sem þessi listamenn komu fram.
Forma hélt tónleika um daginn þar sem þessi listamenn komu fram. MYND/FORMA
Forma, samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi fagnar yfirlýsingu Matthíasar Halldórssonar landlæknis um að nú séu engir biðlistar fyrir átröskunarsjúklinga á geðdeildum. En eins og Matthías segir í tilkynningu sinni þá hafa átröskunarsjúklingar núna forgang fram yfir aðra sjúklinga og virðast því fá þjónustu strax.

Forma lítur á þessa yfirlýsingu Landlæknis sem gríðarlegan sigur í barráttumálum sínum fyrir málefni átröskunarsjúklinga því ekki hafa samtökin áður vitað til þess að engir biðlistar séu á geðdeildum.

Forma hefur nú starfað í um 2 ár sem ráðgjafaþjónusta við átröskunarsjúklinga og barist hart fyrir bættum úrræðum í þeirra málefnum. Samtökin munu nú hvetja alla þá sem leita til þeirra, sem eru um 2-6 ný tilvik á viku, að leita til geðdeildanna. Einnig munu samtökin hvetja þá aðila sem áður hafa verið vísað frá geðdeild til að leita þangað aftur því nú hefur verið létt af öllum biðlistum samkvæmt tilkynningu frá Matthíasi Halldórssyni, Landlækni.

Að lokum vilja samtökin þakka Matthíasi Halldórssyni kærlega fyrir þátttöku sína á styrktartónleikunum sem haldnir voru þann 1.apríl, og um leið þakka honum fyrir hönd átröskunarsjúklinga á Íslandi fyrir að taka málin í sínar hendur og létta af öllum biðlistum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×