Erlent

Þyrla flaug á útvarpsmastur

Þyrlur svipaðrar gerðar og sú sem fórst
Þyrlur svipaðrar gerðar og sú sem fórst MYND/AP

Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. Þyrlan, sem var af tegundinni UH1H, er sögð gömul, eða frá tímum Víetnam-stríðsins, og því gæti sjálfstýringarbúnaður hennar hafa gefið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×