Erlent

Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB

Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×