Erlent

Mamma leysti vandann

Óli Tynes skrifar
Mömmur geta allt.
Mömmur geta allt.

Dönsk kona sem var á ferð í Þýskalandi ásamt 15 ára gömlum syni sínum dó ekki ráðalaus þegar sonurinn læsti sig inn í bílnum og neitaði að opna. Konan hafði stoppað við stórmarkað og farið þar inn til að versla. Danir skreppa mikið yfir landamærin til þess að ná sér í ódýrar vörur.

Þegar hún kom út aftur var stráksi búinn að læsa að sér og engar fortölur dugðu til að fá hann út. Konan hringdi í lögregluna sem kom, en gat heldur ekki fengið drenginn til þess að opna. Loks brast þolinmæðin hjá mömmu. Hún fékk lánaða öxi úr lögreglubílnum, braut einn gluggann í sínum bíl og opnaði hurðirnar.

Þýsku lögreglumennirnir sögðu að drengurinn hafi verið hnípinn mjög, þegar móðirin ók með hann á brott. Þeir töldu ekki ólíklegt að hann hafi kviðið heimkomunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×