Erlent

Einn lést eftir átök á blakleik kvenna

Ungur maður stendur við bíl sinn en hann var skemmdur í átökunum í átökunum í dag.
Ungur maður stendur við bíl sinn en hann var skemmdur í átökunum í átökunum í dag. MYND/AFP
Grísk yfirvöld hafa frestað öllum kappleikjum í liðsíþróttum næstu tvær vikur eftir að rúmlega 300 stuðningsmönnum tveggja liða, Panathinaikos og Olympiakos, lenti saman með þeim afleiðingum að einn lést. Liðin voru að fara að eigast við í blaki kvenna.

Átökin áttu sér stað fyrir utan leikvanginn sem er í Aþenu. Þeir sem tóku þátt beittu meðal annars hnífum, kylfum og steinum. Lögregla handtók 18 manns á meðan átökunum stóð en margt bendir til þess að þau hafi verið fyrirfram ákveðin.

Maðurinn sem lést var 25 ára. Hann var með áverka á höfði og hafði verið stunginn nokkrum sinnum. Hann sat í bíl ásamt félögum sínum og var að reyna að komast í burtu þegar að hópurinn nálgaðist bílinn, braut rúðuna og réðist að manninum.

Ofbeldi er algengt í tengslum við hópíþróttir í Grikklandi. Helst hefur það verið viðloðandi fótbolta og körfubolta en einnig við blak og vatnspóló.

Bæði Olympiakos og Panathinaikos eru stórveldi í allflestum íþróttum og áhangendum þeirra hefur lent saman áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×