Erlent

Íranar að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana

Sjóliðarnir sjást hér á myndbandi sem íranska ríkissjónvarpið sýndi í dag. Breska utanríkisráðuneytið fordæmdi myndbandið.
Sjóliðarnir sjást hér á myndbandi sem íranska ríkissjónvarpið sýndi í dag. Breska utanríkisráðuneytið fordæmdi myndbandið. MYND/AFP
Samkvæmt nýjust fregnum hafa Íranar sæst á að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana 15 sem handteknir voru á föstudaginn var. Þetta kemur fram á fréttasíðu Sky News í kvöld. Samkvæmt henni hafa Íranar einnig sagt að deilan eigi ekki eftir að leysast ef Bretar fallast ekki á að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði.

Bretar sýndu í dag það sem þeir segja sanna að sjóliðarnir hafi í raun verið á írösku hafsvæði. Íranar hafa sýnt sönnunargögn fyrir því að Bretarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Í fyrstu atrennu gáfu þeir hins vegar upp hnit sem að staðsettu sjóliðana á írösku hafsvæði en þegar breska utanríkisráðuneytið benti þeim á það komu þeir með ný hnit á írönsku hafsvæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×