Innlent

Sögðu ákæruvaldið ekki fylgja settum reglum

Verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, sögðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldið hefði ekki fylgt reglum um sjálfstæði, hlutleysi og rannsóknarskyldu við rannsókn Baugsmálsins.

Bæði Gestur Jónsson og Jakob Möller hófu munnlegan málflutning í dag og gerðu alvarlegar athugasemdir við rannsókn málsins.

Þá sakaði Jakob settan saksóknara um að beita Morfís-brögðum í munnlegum málflutningi sínum. Gestur greindi jafnframt frá því í dag að Jón Ásgeir hefði verið boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu í lok apríl vegna meintra skattalagabrota tengdum rekstri Baugs. Reiknað er með að munnlegum málflutningi ljúki síðdegis á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×